Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kiddi Hjálmur slær í gegn með lyftutónlist í Evrópu
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 13:27

Kiddi Hjálmur slær í gegn með lyftutónlist í Evrópu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi í Hjálmum er að slá í gegn þessa dagana. Nú er það lyftutónlist sem á hug hans. Kiddi er nú staddur ásamt eiginkonu sinni, Maríu Rut Reynisdóttur, á ónefndu skíðahóteli í Evrópu þar sem þau hafa troðið upp síðustu daga við miklar vinsældir.


„Hugmyndin vaknaði fyrir réttu ári síðan á hóteli í Sviss. Þessi tegund tónlistar hefur blundað í mér lengi og núna létum við María verða að þessu og erum að spila á þessu skíðahóteli hér,“ sagði Kiddi í samtali við útsendara Víkurfrétta sem tók „lyftu“ á þeim hjónum á leiðinni milli 3. og 7. hæðar hótelsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eins og fyrr segir hefur lyftutónlistin slegið í gegn og til að ná enn lengra hefur Kiddi einnig útsett sérstök skíðalyftulög.


„Það er skemmtilegt við þetta að við höfum flutt þetta allt á íslensku og það fellur vel í útlendingana hér,“ sagði Kiddi sem í sumar mun spila á stóru skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu.


„Þar verðum við mest á sundlaugarbakkanum og fáum vonandi að fara í land og syngja og spila á ströndinni,“ segir Kiddi og vísar til textans í meðfylgjandi myndskeiði.