Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 28. júní 2002 kl. 10:29

„Kick“ ferðir á sæþotum

Á síðustu tveimur árum hafa Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, og Jón Þór Maríusson félagi hans gert tilraunir með hvalaskoðunar- og skemmtiferðir á sæþotum. Kalla þeir ævintýrið "Kick ferðir" enda fátt sem jafnast á við hraða ferð á sæþotu á fallegum Faxaflóanum með hvali og fugla í návígi.

Hótel Keflavík býður í dag uppá fjórar sæþotur, þrjár þriggja manna að gerðinn Sea Doo110hp og eina tveggja manna Kawasaki 85hp. Aðstaða fyrir sæþotur og þurrgalla er hjá Sportköfunarskóla Íslands í Grófinni og er hún til mikilar fyrirmyndar. „Mikilvægt er að aðstaða fyrir gesti sé góð þar sem allir þurfa að vera í þurrgalla, hafa björgunarvesti, skó, hjálm og fl. og má segja með sanni að þetta ævintýri væri ekki mögulegt nema vegna aðstoðar hershöfðingja Bláa hersins, Tómasar Knútssonar“, sagði Steinþór og bætti við að öryggismál væru í hávegum höfð og hefði fylgdarbátur verið með í flestum ferðum, sérstaklega
þegar um nýja aðila er að ræða.

Í dag er Hótel Keflavík eina fyrirtækið í heiminum sem býður uppá hvalaskoðun á sæþotum og hér er því um að ræða mikið frumkvöðlastarf. Þar sem ánægja þeirra sem þetta hafa prufað er gríðarleg telja félagarnir, Steinþór og Jón Þór, að stutt sé í að aðrir taki þessa hugmynd upp, jafnvel hér á Íslandi og hafa þeir þegar heyrt hugmyndir á þá leið. Segir Steinþór að gaman sé
að finna nýjar leiðir til afþreyingar en Hótel Keflavík hefur verið leiðandi í nýjungum í ferðaþjónustu um árabil.

Auk hvalaskoðunarferða bjóða "Kick ferðir" uppá skoðunarferðir með Berginu að Garðskagavita en þar er að finna mörg skemmtileg björg og iðandi fuglalíf. Á Garðskagavita er hægt að skoða gamla gufukatla frá skipsköðum fyrri tíma. Þá hafa félagarnir í hyggju að bjóða uppá ferðir að Eldey frá Sandvík en slík ferð kallar á gott sjólag og mikinn undirbúning. Að sjálfsögðu er hægt að fara hvert sem er og þá eru skíðin keyrð á þann stað sem best hentar að leggja út frá.

Þá er bara fyrir alla sem vilja fá meira út úr lífinu að hafa samband við þá
á Hótel Keflavík og kanna möguleika á ævintýraferð lífs síns. Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar á www.kef.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024