Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keypti Coke en fékk Mac fartölvu
Föstudagur 9. október 2009 kl. 14:01

Keypti Coke en fékk Mac fartölvu

Arnþór Lúðvíksson gerði sér ferð í 10-11 verslunina við Hafnargötu í Keflavík á dögunum til að kaupa sér hálfan lítra af Coca Cola. Þegar hann keypti gosflöskuna var honum boðið að taka þátt í einföldum leik, þ.e. að setja símanúmerið sitt í pott sem síðan yrði dregið úr á landsvísu. Arnþór tók þátt og nú í vikunni fékk hann hringingu í símann sinn. Hann hafði verið dreginn út og hlaut að launum Apple fartölvu að verðmæti um 200.000 krónur.

Á meðfylgjandi mynd er Arnþór (til vinstri) að taka við fartölvunni frá Sigurði Karlssyni rekstrarstjóra 10-11.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024