Kettlingur gisti á lögreglustöðinni í nótt
Svartri og hvítri kettlingslæðu var vísað út úr verslun 10-11 við Hafnargötu í Keflavík seint í gærkvöldi. Kettlingurinn gerði sér dælt við vegfarendur og gerði sig skiljalega um að það hún rataði ekki heim. Það var því vegfarandi sem tók kettlinginn í sína vörslu og kom honum til lögreglunnar í Keflavík. Þar svaf kisa í nótt í fanginu á varðstjóranum.
Kettlingurinn er mjög gæfur og þeir sem sakna hans eða vita hvar hann á heima geta haft samband við lögregluna í síma 420 2400.