Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur getur nú á ný boðið upp á sína margrómuðu Kertatónleika á aðventunni. Á söngskránni eru falleg jólalög úr ýmsum áttum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Að þessu sinni mun barnakórinn Regnboga-raddir, undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergssonar, leggja karlakórnum lið. Einsöngur verður í höndum félaga úr karlakórnum. Komið og njótið notalegra tónleika í ljúfri jólastemmningu.
Tónleikarnir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. desember og fimmtudaginn 8. desember og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, og undirleik annast Sævar Helgi Jóhannsson.
Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn. Forsala hjá kórmeðlimum og með skilaboðum á fésbókarsíðu Karlakórs Keflavíkur. Miðaverð 3.900 kr. Miðaverð í forsölu 3.500 kr.