Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keppti í Bootcamp á brúðkaupsdaginn
Brúðhjónin Gísli og Ásta.
Laugardagur 8. júní 2013 kl. 08:12

Keppti í Bootcamp á brúðkaupsdaginn

Brúðguminn fór framúr um hádegi

Handboltadómarinn reyndi úr Reykjanesbæ Gísli Hlynur Jóhannsson gifti sig á dögunum. Eiginkonan hans verðandi Ásta Katrín Helgadóttir var ekkert á því að hafa stóra daginn náðugan en hún hóf brúðkaupsdaginn snemma með því að keppa í Bootcamp liðakeppni í Mosfellsbæ með liðinu Fimm fræknum úr Lífstíl. Að sjálfsögðu höfðu þær stöllur sigur á mótinu í flokki 39 ára og eldri.

Gísli sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi ekkert verið að rífa sig framúr fyrr en um hádegi en þá hafi hann verið í rólegheitum heima við og sinnt smávægilegum útréttingum.
Rúnar Ingibersson sá um að keyra frúna fram og til baka frá Mosfellsbæ á glæsilegri Porsche bifreið. Dugar ekkert minna á sjálfan brúðlaupsdaginn. Þegar komið var aftur í Reykjanesbæ fór Ásta í förðun og greiðslu á meðan Gísli gerði sig kláran heima.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Athöfnin fór fram klukkan 18:00 í Keflavíkurkirkju en það var séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir sem gaf brúðhjónin saman. Söngvari Hjaltalín, Högni Egilsson söng við athöfnina en organisti kirjunnar, Arnór Vilbergsson sá um undirleik.

Að athöfninni lokinni var slegið upp heljarinnar veislu í Oddfellow salnum í Keflavík þar sem matreiðslumeistarinn Magnús Þórisson sá um veglegar veitingar. Veislustjóri var Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri Íþróttasambands fatlaðra en sjálfur Mummi Hermanns spilaði ljúfa tóna um kvöldið.  Að sjálfsögðu voru ræðuhöld og ýmsar skemmtilegar uppákomu en rúmlega 100 gestir skemmtu sér vel fram eftir nóttu.

Félagarnir Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson frá Reykjanesbæ hafa á rúmlega 30 ára ferli dæmt yfir 1500 leiki í handboltanum og eru hvergi nærri hættir að sögn Gísla.

Vinir og vandamenn með brúðhjónunum við Keflavíkurkirkju.