Keppt um Suðurnesjatröllið á Garðskaga og í Grindavík
Aflraunamótið Suðurnesjatröllið 2005 verður haldið 27. ágúst. Keppnin byrjar á Garðskaga klukkan 13:30 þar sem sjá má meðal annarra þá Auðunn "Verndarinn" Jónsson og Kristinn "Boris" Haraldsson berjast um titilinn Sterkasti maður Íslands en Suðurnesjatröllið er partur af mótaröðinni Sterkasti maður Íslands.
Mótið verður góð æfing fyrir Boris en hann keppir um titilinn Sterkasti maður heims í Kína sem haldið verður í lok september. Góðar líkur eru á að Auðunn fari líka á mótið sem varamaður.
Keppt verður meðal annars í Drumbalyftu og lofaði Hjalti Úrsus í samtali við Víkurfréttir, að metið upp á 170 kg myndi falla á þessu móti. Auðunn átti frábæra tilraun við 170,5 kg í Drumbalyftunni á Borg í Grímsnesi fyrr í mánuðinum. Keppnin færir sig svo um set og fer yfir til Grindavíkur klukkan 16:00.
Sýnt verður frá mótinu í sjónvarpi og Steingrímur Þórðarson sem hefur tvisvar sinnum unnið til Edduverðlauna stjórnar útsendingu.
Mótið verður góð æfing fyrir Boris en hann keppir um titilinn Sterkasti maður heims í Kína sem haldið verður í lok september. Góðar líkur eru á að Auðunn fari líka á mótið sem varamaður.
Keppt verður meðal annars í Drumbalyftu og lofaði Hjalti Úrsus í samtali við Víkurfréttir, að metið upp á 170 kg myndi falla á þessu móti. Auðunn átti frábæra tilraun við 170,5 kg í Drumbalyftunni á Borg í Grímsnesi fyrr í mánuðinum. Keppnin færir sig svo um set og fer yfir til Grindavíkur klukkan 16:00.
Sýnt verður frá mótinu í sjónvarpi og Steingrímur Þórðarson sem hefur tvisvar sinnum unnið til Edduverðlauna stjórnar útsendingu.