Keppt um Suðurnesjatröllið á Garðskaga og í Grindavík

Mótið verður góð æfing fyrir Boris en hann keppir um titilinn Sterkasti maður heims í Kína sem haldið verður í lok september. Góðar líkur eru á að Auðunn fari líka á mótið sem varamaður.
Keppt verður meðal annars í Drumbalyftu og lofaði Hjalti Úrsus í samtali við Víkurfréttir, að metið upp á 170 kg myndi falla á þessu móti. Auðunn átti frábæra tilraun við 170,5 kg í Drumbalyftunni á Borg í Grímsnesi fyrr í mánuðinum. Keppnin færir sig svo um set og fer yfir til Grindavíkur klukkan 16:00.
Sýnt verður frá mótinu í sjónvarpi og Steingrímur Þórðarson sem hefur tvisvar sinnum unnið til Edduverðlauna stjórnar útsendingu.