Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keppt um bestu saltfiskréttina
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 09:00

Keppt um bestu saltfiskréttina


Saltfisksetrið og félagið Matur-saga-menning standa fyrir uppskriftarkeppni um bestu saltfiskréttina 2010. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur og Sigurvin Gunnarsson  matreiðslumeistari  velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til [email protected]  til 21. mars. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok menningarviku Grindavíkur 14. – 22. Mars.

• 1.vinningur kr. 30.000
• 2.vinningur kr. 20.000
• 3.vinningur kr. 10.000
• 4.vinningur kr.   5.000
• 5.vinningur kr.   5.000

Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.saltfisksetur.is

Í menningarviku mun Salthúsið í Grindavík, www.salthusid.is bjóða upp á vinningsuppskrift saltfisksréttar frá 2009.
Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík verður myndasýning Ólafs Rúnars Þorvarðarssonar kennara „Lífið er saltfiskur“ 140 gamlar myndir tengdar saltfiski auk hefðbundinnar saltfisksýningar safnsins.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024