Heklan
Heklan

Mannlíf

Keppt um bestu saltfiskréttina
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 09:00

Keppt um bestu saltfiskréttina


Saltfisksetrið og félagið Matur-saga-menning standa fyrir uppskriftarkeppni um bestu saltfiskréttina 2010. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur og Sigurvin Gunnarsson  matreiðslumeistari  velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til [email protected]  til 21. mars. Vinningsuppskriftir verða valdar í lok menningarviku Grindavíkur 14. – 22. Mars.

• 1.vinningur kr. 30.000
• 2.vinningur kr. 20.000
• 3.vinningur kr. 10.000
• 4.vinningur kr.   5.000
• 5.vinningur kr.   5.000

Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.saltfisksetur.is

Í menningarviku mun Salthúsið í Grindavík, www.salthusid.is bjóða upp á vinningsuppskrift saltfisksréttar frá 2009.
Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík verður myndasýning Ólafs Rúnars Þorvarðarssonar kennara „Lífið er saltfiskur“ 140 gamlar myndir tengdar saltfiski auk hefðbundinnar saltfisksýningar safnsins.



Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25