Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Keppt í Skólahreysti í dag
    Það má búast við hörkukeppni í dag.
  • Keppt í Skólahreysti í dag
    Lið Heiðarskóla sigraði í fyrra.
Fimmtudagur 19. mars 2015 kl. 10:25

Keppt í Skólahreysti í dag

Það verður boðið uppá líf, fjör og fitness í íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag þegar undankeppni Skólahreystis fer fram.

Um er að ræða skóla í Hafnarfirði, Garðabæ og alla skóla á Reykjanesi sem freista þess að vinna sér inn sæti á úrslitakvöldinu sem fer fram í Laugardalshöll 22. apríl, en þangað komast 12 bestu skólar landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiðarskóli er ríkjandi meistari í Skólahreysti og ofan á það vann Holtaskóli keppnina þrjú ár í röð þar á undan. Það vantar því ekki lýsið í grunnskólabörn í Reykjanesbæ og verður gaman að sjá hvort að aðrir skólar á Suðurnesjum komi til með að gera atlögu að úrslitakvöldinu.

Keppnin hefst kl. 16:00.