Keppt í öllu mögulegu
Sjá mátti nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja á hlaupum um alla ganga í morgun þegar hið árlega Starfshlaup skólans fór fram. Löng hefð er komin á þennan skemmtilega viðburð þar sem nemendur skiptast í lið og etja kappi í hinum ýmsu verkefnum og þrautum.
Hlaupið hófst í íþróttahúsinu í morgun með ýmsum íþróttaþrautum. Því næst færðist leikurinn inn í skólann þar sem keppt er alls kyns íþróttagreinum og sumum fremur óhefðbundnum. Leikar stóðu sem hæst nú skömmu fyrir hádegið þegar Víkurfréttir leit þar og var jafnt á með liðunum.
Fleiri myndir eru væntanlegar á ljósmyndavef Víkurfrétta.
VFmyndir/elg.