Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 12. september 2003 kl. 09:05

Keppir fyrir Íslands hönd í París

Keppnin Miss Europe 2003 verður haldin í kvöld í Euro-Disneygarðinum í París. Fegurðardrottning Íslands, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er meðal 39 keppenda, en stúlkurnar hafa dvalið í París undanfarnar 2 vikur við undirbúning keppninnar sem verður með glæsilegasta móti að þessu sinni.

Til mikils er að vinna, en verðlaunin til sigurvegarans eru 100.000 evrur eða 9 milljónir íslenskra króna. Keppninni verður sjónvarpað beint víða um Evrópu, en Skjár-1 mun senda keppnina út beint hér og hefst útsending kl. 20.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024