Kennsla í Byrginu
Í meðferðarheimilinu Byrginu eru kenndir fjórir áfangar þar sem kennarar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja sjá um kennslu. Kennt er í ensku, stærðfræði, íslensku og samfélagsfræði og segir Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins að þetta sé annað árið sem kennsla fari fram í Byrginu á vegum FS: „Kennslan í Byrginu er styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Skjólstæðingar Byrgisins eru mjög ánægðir með kennsluna, en elsti nemandinn er 54 ára gamall og sá yngsti 20 ára,“ sagði Guðmundur í samtali við Víkurfréttir.