Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kennir krökkum að semja rapptexta
Rapparinn GKR verður í Bókasafni Reykjanesbæjar næsta laugardag. Mynd/skjáskot úr myndbandi við lagið TALA UM.
Þriðjudagur 2. maí 2017 kl. 15:41

Kennir krökkum að semja rapptexta

- Rappsmiðja með GKR í Bókasafni Reykjanesbæjar

Rappsmiðja með rapparanum GKR verður haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar næsta laugardag, 6. maí, frá klukkan 13 til 15. Rappsmiðjan er í tilefni af Barnamenningarhátíð. Hún er ætluð 9 til 12 ára krökkum.

Í rappsmiðjunni ætlar GKR að leiðbeina krökkunum við að semja sína eigin rapptexta. Ókeypis er á námskeiðið en nauðsynlegt að skrá sig í afgreiðslunni eða á vef safnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024