Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kenndi listdans á Zoom í bresku útgöngubanni
Föstudagur 12. júní 2020 kl. 12:00

Kenndi listdans á Zoom í bresku útgöngubanni

– Bryndís Einarsdóttir segir mottóið að njóta lífsins og láta drauma rætast

– Nafn:

Bryndís Einarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Fæðingardagur:

6. júní 1969.

– Fæðingarstaður:

Keflavík.

– Fjölskylda:

Eiginmaður, Daniel James Coaten, og dóttir, Amelía Molly Tatjana Coaten.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Danskennari og danshöfundur.

– Aðaláhugamál:

Listdans, ferðalög og að læra eitthvað nýtt.

– Uppáhaldsvefsíða:

YouTube.

– Uppáhalds-app í símanum:

WhatsApp.

– Uppáhaldshlaðvarp:

BBC.

– Uppáhaldsmatur:

Allt lífrænt.

– Versti matur:

Hrútspungar.

– Hvað er best á grillið?

Hamborgari.

– Uppáhaldsdrykkur:

Kristall.

– Hvað óttastu?

Að hafa enga drauma.

– Mottó í lífinu:

Að njóta lífisins og láta draumana rætast. Lífið er núna!

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Leonardo da Vinci, Sam Shepard leikskáld, Viktoríu Bretlandsdrottningu og Marilyn Monroe.

– Hvaða bók lastu síðast?

Crops in pots.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Nei.

– Uppáhaldssjónvarpsefni?

Svo víðfemt, hef áhuga á mörgu.

– Fylgistu með fréttum?

Já, mest á netinu.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Downton Abbey.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Koby Bryant.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

Njarðvík.

– Ertu hjátrúarfull?

Já, ef ég sé svartann kött fara yfir götuna, geng t.d. aldrei undir stiga.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Popptónlist, klassísk tónlist eða heilunartónlist.

– Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Þungarokk.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Kenni listdans.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já, kenndi listdans á Zoom-foritinu í útgöngubanni í Bretlandi sem stóð til 1. júní.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Skrýtinn tími og sorglegur fyrir heiminn en það er ótrúlega fallegt núna í Bretlandi, blóm og tré í fullum blóma.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, held þetta verði yndislegt sumar.

– Hvað á að gera í sumar?

Eyða tíma í náttúrunni í Bretlandi og á Íslandi.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Til Íslands.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Víkingaskipið í Innri-Njarðvík, Söfnin í Keflavík, Sandgerði og Garði, síðan Bláa lónið. Alla vitana á svæðinu sem að við eigum líka.