Mannlíf

Kennarar í FS hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Ester Þórhallsdóttir, Harpa Kristín Einarsdóttir og Andrés Pétursson.
Fimmtudagur 30. ágúst 2018 kl. 11:10

Kennarar í FS hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus

Kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus+ sem var undirritaður og afhentur við formlega athöfn nú á dögunum.

Verkefnið sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja tekur þátt í heitir National Prides in an European Context og gengur út á að kynna fyrir nemendum menningararfleið ólíkra landa í Evrópu með það að markmiði að auka víðsýni, þekkingu og læsi á umhverfinu innan og utan landsseitnanna. Um er að ræða samstarfsverkefni sem stýrt er frá Ungverjalandi en aðrir samstarfsaðilar eru frá Litháen, Póllandi, Sikiley og Spáni auk Íslands.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Verkefnið National Prides in an European Context mun setja svip sinn á skólann næstu tvö árin með nemendaheimsóknum. Nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja gefst kostur á að fara í námsferðir til samstarfslandanna sem og taka á móti nemendum frá Evrópu.