Kennarar af Suðurnesjum kynntu sér nýjungar í tölvutækni
Hópur kennara og stjórnenda af Suðurnesjum sótti heim sýninguna Bett Show 2007 í London þar sem kynntar voru helstu nýjungar í notkun tölvutækni við kennslu.
Var þetta í fyrsta sinn sem kennarar úr grunnskólum Reykjanesbæjar fóru saman og er ætlunin að nýta lærdóminn þar til að móta stefnu grunnskóla Reykjanesbæjar í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi grunnskólanna.
Einnig fór átta manna hópur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar var lögð mikil áhersla á að kynna sér hugbúnað og lausnir við kennslu sérhæfðs námsefnis.
Var hópurinn afar ánægður með ferðina og mynduðust tengsl á milli hópanna við aðra skóla á Íslandi sem mun án efa skila sér í framtíðinni.
Var þetta í fyrsta sinn sem kennarar úr grunnskólum Reykjanesbæjar fóru saman og er ætlunin að nýta lærdóminn þar til að móta stefnu grunnskóla Reykjanesbæjar í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi grunnskólanna.
Einnig fór átta manna hópur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar var lögð mikil áhersla á að kynna sér hugbúnað og lausnir við kennslu sérhæfðs námsefnis.
Var hópurinn afar ánægður með ferðina og mynduðust tengsl á milli hópanna við aðra skóla á Íslandi sem mun án efa skila sér í framtíðinni.