Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kenna Suðurnesjamönnum ljósmyndun
Þriðjudagur 28. janúar 2014 kl. 12:08

Kenna Suðurnesjamönnum ljósmyndun

- Kenna fólki að „Hugsað út fyrir auto-ið“

Algengt er að fólk fjárfesti í dýrum myndavélum án þess að nota alla þá möguleika sem vélarnar bjóða upp á. Ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson hyggjast bæta úr þessu með kvöldnámskeiðinu „Hugsað út fyrir auto-ið“ sem verður á næstunni haldið á Ljósmyndastofu Oddgeirs við Borgarveg í Njarðvík.



Um er að ræða ódýr 3ja tíma kvöldnámskeið er fyrir þá sem vilja læra á DSLR myndavélina sína og nýta möguleika hennar betur til skapandi verka. Farið verður yfir grunnstillingar og tæknileg atriði ljósmyndunar, s.s. samspil hraða og ljósops, iso, white balance og annað sem ræður lýsingu myndar. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 13. feb kl. 19 – 22 og fimmtudaginn 18. feb. á sama tíma. 



Þá verður einnig boðið upp á námskeiðið „Taktu betri myndir“. Þar verður fjallað um hagnýt atriði ljósmyndunar og hvernig maður ber sig að við mismunandi viðfangsefni s.s. landslags- og náttúrumyndatökur og barna- og fjölskyldumyndatökur. Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavélanámskeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 25. febrúar kl. 19 – 22 og miðvikudaginn 5. mars kl. 19 - 22.

Myndvinnsla er nauðsynlegur hluti stafrænnar ljósmyndunar og ætla þeir félagar því að bjóða upp á tveggja kvölda grunnnámskeið í Lightroom, sem er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit samtímans. Það verður haldið mánudaginn 10. mars og þriðjudaginn 11. mars frá kl. 19 – 22.

Þátttaka verður takmörkuð við einungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur hverjum og einum þátttakanda.

Skráning á Ljósmyndastofu Oddgeirs 421 6556 eða [email protected] eða [email protected]

Nánari upplýsingar hér.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024