Kemur frá Kanada á tónleika Nýdanskrar í Hljómahöll
„Hljómsveitin Nýdönsk spilaði á Menningarnótt á tónleikum Rásar 2 í Reykjavík. Þar var Kanadamaður á tónleikunum, Michael Gnat, sem varð ástfanginn af hljómsveitinni. Svo ástfanginn að hann er búinn að kaupa sér flug til Íslands og miða á tónleikana í Hljómahöll,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar. Tómas segir þetta mjög skemmtilegt svona í ljósi þess að hljómsveitin telst til íslenskra dægurlagahljómsveita og ólíklegt að margir útlendingar heillist af hljómsveitinni. Tónleikar Nýdanskrar verða í Hljómahöll 5. mars næstkomandi.
Tómas Young.