Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keilir fagnar 15 ára afmæli með opnu húsi
Fimmtudagur 31. mars 2022 kl. 16:09

Keilir fagnar 15 ára afmæli með opnu húsi

Vorið 2007 hóf Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, starfsemi og fagnar því fimmtán ára afmæli í ár. Í tilefni þess verður opið hús hjá Keili laugardaginn 2. apríl næstkomandi milli kl. 13.00 og 15.00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú þar sem gestum og gangandi er boðið að þiggja veitingar, kynnast fjölbreyttu námsframboði miðstöðvarinnar og fagna þessum áfanga.

„Mikið verður um að vera hjá okkur þennan dag og vonum við innilega að sem flestir geri sér glaðan dag með okkur og kíki í heimsókn. Hvort sem það sé í þeim tilgangi að kynna sér ákveðnar námsleiðir, fá sér kökusneið, prófa flughermi eða til þess að fá kynningarmerðferð hjá nemendum okkar í fótaaðgerðafræði. Við munum taka vel á móti öllum gestum,“ segir Alexandra Tómasdóttir, markaðsstjóri Keilis.
Eins og áður segir verða flughermar opnir, kynningarmeðferðir í fótaaðgerðafræði standa til boða og hægt verður að prófa tölvuleiki nemenda Menntaskólans á Ásbrú. Hlaðvarp og upptökuherbergi verða opin gestum, örkynningar á námsframboði verða og munu vélar Flugakademíunnar taka flug yfir Ásbrú svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Mikil þróun hefur orðið á námsframboði Keilis síðustu ár og í dag eru fjórir skólar með fjölbreyttar námsleiðir starfandi undir Keili: Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú.

Frá árinu 2007 hafa rúmlega 4.300 manns útskrifast af tuttugu brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur á annað þúsund í skólum Keilis.