Keilir býður á tónleika í kvöld
Keilir vill þakka íbúum Suðurnesja fyrir frábærar móttökur með því að bjóða þeim á útgáfutónleika VilHelms í hátíðarsal Keilis í Kapellu ljóssins á gamla varnarsvæðinu kl. 21:00 í kvöld.
Tæplega 700 manns hafa undanfarnar vikur flutt á Keilissvæðið í 330 íbúðir sem þar hafa verið leigðar út til háskólanema. Leik- og grunnskóla hafa þegar tekið til starfa á svæðinu og nú í mánuðinum munu opna þar íþróttamiðstöð, verslun og bankaútibú.
Keilissvæðið er nú hverfi í Reykjanesbæ og hefur verið tengt bænum með nýjum vegi, Grænásvegi. Hið nýja hverfi hefur hlotið nafnið Vallarheiði.