Keilir afhendir styrk
Kiwanisklúbburinn Keilir hefur styrkt Indíönu Ernu Þorsteinsdóttur vegna ferðar hennar á ráðstefnu sem haldin var á vegum Oassis sem eru samtök gegn sjálfsvígum, en ráðstefnan var haldin í Memphis í Bandaríkjunum fyrir stuttu.
Indíana sótti messu í Keflavík árið 2000 þar sem rætt var um baráttuna gegn sjálfsvígum. Þar kynntist hún James T. Clemons stofnanda áðurnefndra samtaka sem eru þau stærstu í heiminum og hann bauð henni að skrifa í bók sem hann var að gefa út, Children of Jonah þar sem sagt er frá reynslu manna vegna sjálfsvíga og var þeim sem rituðu í þessa bók boðið á ráðstefnuna og gerðir að heiðursfélögum.
Indíönu var boðið að halda erindi á ráðstefnunni, en hún sjálf hefur reynt sjálfsvíg og einnig missti hún barnsföður sinn þannig.
Myndin: Félagar úr Keili afhenda Indíönu peningastyrk. f.v. Bragi Eyjólfsson úr styrktarnefnd, Indíana, Jón Snævar Jónsson forseti Keilis og Ragnar Örn Pétursson úr styrktarnefnd.
Indíana sótti messu í Keflavík árið 2000 þar sem rætt var um baráttuna gegn sjálfsvígum. Þar kynntist hún James T. Clemons stofnanda áðurnefndra samtaka sem eru þau stærstu í heiminum og hann bauð henni að skrifa í bók sem hann var að gefa út, Children of Jonah þar sem sagt er frá reynslu manna vegna sjálfsvíga og var þeim sem rituðu í þessa bók boðið á ráðstefnuna og gerðir að heiðursfélögum.
Indíönu var boðið að halda erindi á ráðstefnunni, en hún sjálf hefur reynt sjálfsvíg og einnig missti hún barnsföður sinn þannig.
Myndin: Félagar úr Keili afhenda Indíönu peningastyrk. f.v. Bragi Eyjólfsson úr styrktarnefnd, Indíana, Jón Snævar Jónsson forseti Keilis og Ragnar Örn Pétursson úr styrktarnefnd.