Keilir á Keili
Starfsfólk Keilis hætti snemma s.l. miðvikudag og nýtti blíðuna til að ganga á Keili. Þar reistu starfsmenn fána að húni eftir þekktri uppskrift. Ferðin tók tæpa þrjá tíma frá bílastæðum og að þeim aftur með góðri samveru á toppi Keilis. Þetta verður árleg ferð hér eftir enda góð og jákvæð tengsl á milli nafnanna.