Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflvískt Kolaport komið til að vera
Að sögn Arons er aldrei að vita nema viðburðurinn verði mánaðarlegur.
Fimmtudagur 30. nóvember 2017 kl. 11:52

Keflvískt Kolaport komið til að vera

„Planið er að halda þessu áfram og reyna að búa til „Kolaports-stemningu“ í 88 húsinu til framtíðar,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ og 88 hússins, en um síðustu helgi var fatamarkaður haldinn í 88 húsinu, ungmennahúsi fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Áhugasamir gátu þá haft samband, fengið sölubás úthlutaðan og selt þar notuð föt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við ætluðum að fara í Kolaportið að selja notuð föt, en þá datt mér í hug að búa til einhvern grundvöll fyrir ungt fólk á svæðinu, þar sem ekkert svona er í okkar bæjarfélagi,“ segir Aron Ingi Valtýsson í samtali við Víkurfréttir, en hann og kærasta hans, Kristrún Björgvinsdóttir, áttu hugmyndina að viðburðinum. 88 húsið tók vel í hugmyndina.


Elva Dögg, Hera og Gunnhildur gæða sér á góðgætinu frá Sigurjónsbakarí og Valgeirsbakarí.

Þau telja þetta vera skemmtilega viðbót við bæjarfélagið, þetta sé viðburður sem bjóði upp á það að fólk komi saman til þess að gera góð kaup, fái sér kaffi og bakkelsi og hitti annað fólk. Sigurjónsbakarí og Valgeirsbakarí styrktu viðburðinn.

Að sögn Arons er aldrei að vita nema viðburðurinn verði mánaðarlegur.