Keflvískir tónar á Paddys
Good Music And Stuff, Vintage Caravan og Big Band Theory troða upp
Á morgun föstudag verður heljarinnar fjör á Paddys í Reykjanesbæ. Þar munu hljómsveitinar Big Band Theory, Vintage Caravan og Good Music And Stuff stíga á svið og trylla mannskapinn. Hljómsveitirnar Big Band Theory og Good Music And Stuff eru báðar úr Reykjanesbæ og er þar um að ræða unga og efnilega tónlistarmenn sem eru að stíga fram á sjónarsviðið.
Big Band Theory var stofnuð í janúar 2012 út frá hugmynd Eyþórs Eyjólfssonar fyrir atriði í Hljóðnemanum, Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Voru þá nokkrir meðlimir vanir að spila saman, enda búin að vera saman í tónlistarskólan Reykjanesbæjar vel og lengi. Krakkarnir náðu þriðja sæti í söngkeppninni og ákváðu að fara lengra með þetta verkefni. Hljómsveitin hefur spilað um allt land, er hún búin að fá góðar viðtökur og stefnir langt.
Good Music And Stuff er hljómsveit sem var stofnuð í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar af þeim Arnari Ingólfssyni. Eyþóri Eyjólfssyni, Sveinbirni Ólafssyni og Sævari Jóhannssyni.
Strákarnir eru að spila í sitt fyrsta fyrsta skipti saman live þótt þeir séu reyndir úr öðrum hljómsveitum.
Þeir spila instrumental prog rokk við allra hæfi og ætti að vera mikið stuð að heyra í þeim.
The Vintage Caravan er ein af efnilegustu rokk hljómsveitum í íslensku tónlistarlífi. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir gefið út tvær plötur. Þeir hafa spilað á Airwaves nokkrum sinnum, Aldrei fyrir ég Suður, Bestu útihátíðinni, Eistnaflugi og Rokkjötnar. Árið 2012 unnu þeir Global Battle Of The Bands og munu keppa á GBOB fugla Finals í London. Þeir eru þekktir fyrir frábær riff, massív sóló og frábæra sviðsmennsku. Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari og söngvari, er nú þegar einn besti gítarleikari Íslands. Tónlistin er innblásin af 70s rokkinu og svipar smá til prog rokks. Grípandi laglínur og vel samræmdur ryþmi.