Keflvísk list í Energia í Smáralind
Keflvíska myndlistarkonan Kolbrún Róberts opnar myndlistarsýningu í Energia í Smáralind í Kópavogi á föstudaginn. Sérstök opnun sýningarinnar verður hins vegar sunnudaginn 23. maí frá kl. 14 til 16 en þá mun listakonan verða á staðnum. Átján olíumálverk eru á síðunni. Þau eru unnin með blandaðri tækni. Einkunnarorð sýningarinnar eru „Krafturinn býr í huganum“ og vonast listakonan til að sjá sem flesta á sýningunni sem stendur til 30. júní nk.