Keflvísk hljómsveit í úrslitum jólalagasamkeppni á Rás 2
Keflvíska hljómsveitin Breiðbandið á lag í úrslitum Jólalagasamkeppni Rásar 2 og Skífunnar. Lagið heitir "Hvað er það við jólin", og hægt er að greiða laginu atkvæði á heimasíðu RÚV.
Hljómsveitina skipa 
Rúnar I. Hannah 
Magnús Sigurðsson 
Ómar Ólafsson 
Frestur til að kjósa rennur út á á föstudag, en þá er einnig hægt að hringja inn og kjósa.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				