Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflvíkingur opnar vefsíðu um skák fyrir krakka
Fimmtudagur 23. febrúar 2012 kl. 16:30

Keflvíkingur opnar vefsíðu um skák fyrir krakka

Siguringi Sigurjónsson, fyrrum Keflvíkingur hefur opnað vefsíðuna krakkaskák.is. „Okkar markmið eru að gefa öllum börnum tækifæri á því að kynnast skák og mennta sig í henni. Það er nauðsynlegt að hafa þetta aðgengilegt á netinu og frítt handa börnum. Vefurinn er rekinn áfram á styrkjum frá góðum fyrirtækjum og frjálsum framlögum,“ segir Siguringi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Siguringi tefldi mikið sem barn á Suðurnesjum og varð fjórfaldur Reykjaneskjördæmameistari í skólaskák sem barn, Kópavogur Hafnarfjörður og Garðarbær voru þá líka hluti af Reykjaneskjördæmi. Mikil gróska hefur átt sér stað í skáklífi barna og unglinga síðustu misseri. Börn utan höfuðborgarsvæðisins hafa því miður aldrei verið í sömu aðstöðu til þess að mennta sig í skáklistinni og börn í höfuðborginni. Það þekkir Siguringi vel af eigin reynslu og hefur því hrundið af stað krakkaskak.is ásamt stórmeistaranum Henrik Danielsen sem er núverandi Íslandsmeistari í hraðskák.

Á síðunni krakkaskak.is er farið yfir hin ýmsu mál varðandi skákina. Þar segir m.a.: „Það hafa margar rannsóknir verið gerðar um áhrif þess að æfa sig í skák. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa leitt í ljós að skáklistin þjálfi börn á ýmsa vegu. Taka ákvarðanir og reikna fram í tímann og nota ímyndunaraflið og sköpunarmáttinn“.

http://krakkaskak.is/