Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 20. desember 2000 kl. 09:51

Keflvíkingur höfundur söluhæstu barnabókarinnar

Matreiðslubók Latabæjar er komin út. Bókin er matreiðslubók fyrir krakka en í henni er fullt af hollum og einföldum uppskriftum í anda Latabæjar.
Líkamsræktarfrömuðurinn Magnús Scheving og meistarakokkurinn Ragnar Ómarsson sömdu bókina, en Ragnar er Keflvíkingur. Hann vann titilinn Matreiðslumaður ársins 1999 og er nú í landsliði matreiðslumanna en liðið er nýkomið heim af ólympíuleikum í matreiðslu. Íslendingar unnu þar silfur fyrir heitan mat og brons fyrir kaldan mat sem er besti árangur liðsins frá upphafi.
Matreiðslubók Latabæjar er nú fjórða söluhæsta bókin í jólabókaflóðinu og söluhæsta barnabókin.
„Magnús hafði samband við mig þar sem ég er búinn að vinna mér nafn sem matreiðslumaður. Ég ákvað að kýla á þetta. Það hefur verið mjög gaman að gera þessa bók og samstarf okkar Magnúsar hefur gengið vel. Sala bókarinnar hefur líka farið fram úr björtustu vonum og mér sýnist sem við þurfum að láta prenta meira fyrir jólin“, segir Ragnar.
Magnús og Ragnar munu árita bókina föstudaginn 22. desember í Hagkaup í Njarðvík á milli kl. 15 og 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024