Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflvíkingar þjófstarta þorra
Þriðjudagur 30. október 2012 kl. 06:59

Keflvíkingar þjófstarta þorra

Þorrablót Keflavíkur 2013 verður haldið í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut 12. janúar 2012. Húsið opnar kl. 19.00

Keflavík mun þjófstarta þorranum á nýjan leik með flottasta þorrablóti bæjarins þann 12. janúar 2013 en í fyrri tíð, fyrir árið 1700, þegar notast var við júlískt tímatal kennt við Júlíus Caesar, hófst þorri einmitt 9. til 15. janúar.  Á boðstólnum verður ljúffengur og vandaður þjóðlegur matur og drykkir ásamt glæsilegri dagskrá.

Dagskrá:

Veislustjóri: Jón Björn Ólafsson en hann sló svo rækilega í gegn í fyrra að ekki þótti annað hægt en að gefa honum sviðið á nýjan leik.

Rúna Júl syrpa með Memfismafíunni: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson munu leiða Memfismafíuna í Rúna Júl syrpu sem frumflutt verður á Þorrablóti Keflavíkur og enginn ætti missa af.

Keflavíkurannáll: Þetta árið verður annállinn fluttur á videóformi en stiklað verður á stóru í bæjar- og íþróttalífi Keflavíkur fyrir árið 2012 með beittum og kómískum hætti.

Baggalútur: Hin þjóðþekkta hljómsveit Baggalútur mun taka við keflinu að borðhaldi loknu og spila sín vinsælustu lög.

Alli "diskó": Kvöldið mun svo enda með alvöru 80´s skífuþeytingum að hætti Alla "diskó" í bland við þekkt 90´s lög og íslenskar perlur.



Þorrablótið Keflavíkur 2012 þótti frábær skemmtun en 2013 mun slá því við! Ljóst er að færri munu komast að en vilja því ráðlagt að þú bíðir ekki boðanna og tryggir þér miða!

Til að nálgast miða og/eða til að bóka miða og borð fyrir hópa má hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 og Davíð Þór Jónsson í síma 869-6151. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024