Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Keflvíkingar kynntu bombur ársins
Jón Ben formaður og Hermann Helgason varaformaður með stærstu tertuna á milli sín.
Mánudagur 21. desember 2015 kl. 06:00

Keflvíkingar kynntu bombur ársins

Keflvíkingar tóku forskot á flugeldasölu félagsins þegar þeir buðu viðskiptavinum á kynningarkvöld í húsakynnum félagins sl. föstudagskvöld. Flugeldasalan er hluti af fjáröflunarstarfi knattspyrnudeildar og hefst salan á milli jóla- og nýárs.

Á kynningarkvöldinu sýndu Keflvíkingar stærstu flugeldaterturnar sem verða í boði eða „bombur ársins“ en þær verða nefndar eftir nokkrum af þekktustu knattspyrnuköppum félagins í gegnum tíðina. „Flugeldasalan skiptir okkur miklu máli í fjáröfluninni. Við viljum reyna gera enn betur og vonum að bæjarbúar hjálpi okkur í því,“ sagði Jón Ben formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.



Eysteinn Húni Hauksson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins, Óli Þór Magnússon og Ragnar Steinarsson, fyrrverandi leikmenn með bombur sem eru nefndar eftir þeim.



Þorleifur Björnsson stjórnarmaður og stuðningsmennirnir Árni Björn Erlingsson, Kristmundur Carter og Sigurður Garðarsson.



Geir Newman, Magnús Haraldsson og Oddur Sæmundsson kynntu sér flugeldaúrvalið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar Arnarsson fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar á spjalli við Eystein Húna aðstoðarþjálfara og Má Gunnarsson, einn harðasta stuðningsmann liðsins.