Keflavíkurstelpurnar fá Benný til að brosa
Benedikta S. Benediktsdóttir er úr Garðinum. Hún er 50 ára í ár og bý í Keflavík. Hún er ein af „fótboltamömmunum“ í kvennaboltanum í Keflavík. Árangur Keflavíkur í boltanum í sumar er henni líka hugleikinn og hefur fengið hana til að brosa breitt síðustu daga þegar ljóst var að stelpurnar hennar hafa tryggt sæti í efstu deild næsta sumar. Víkurfréttir áttu gott netspjall við Benediktu, eða Benný, þar sem hún svaraði spurningum um allt milli himins og jarðar.
– Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana?
Ég byrja á að taka inn vítamín og búa um.
– Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify?
Ég hlusta mjög mikið á tónlist allan daginn bæði í útvarpi og Spotify.
– Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði?
Já, eitthvað gott hverju sinni enda er ég alæta á tónlist.
– Hvaða blöð eða bækur lestu?
Ég vafra um á netinu og skoða miðlanna.
– Hvað er það fyndnasta sem hefur hent þig?
Þegar Magnús tengdasonur fór í kapphlaup við mig og ég fleytti kerlingar. Hann var mjög miður sín, enda okkar fyrstu kynni en við grenjuðum úr hlátri eftir á.
– Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?
Þegar ég sá að stelpurnar mínar eru pottþéttar upp í Pepsi Max-deildina 2021.
– Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi?
Síðasta veiðiferðin, hún er geggjuð.
– Uppáhaldsvefsíða:
Fótbolti.net
– Uppáhaldskaffi eða -te:
Ég drekk kaffi og Morgundögg frá Kaffitári er í uppáhaldi.
– Uppáhaldsverslun:
Nettó.
– Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir fjölskylduna?
Elda læri með öllu og ís með Mars-sósu í eftirrétt.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ef Keflavík tapar, bæði kvenna og karla.
– Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið?
Vera þolinmóð í veiðinni.
– Hvað er eftirminnilegast frá sumrinu?
Að verða 50 ára og fresta partýi og bara allt Covid-brjálæðið.
– Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?
Að hætta að borða nammi.
– Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra?
Ég myndi vilja læra sálfræði.
– Stóra fréttin síðustu daga:
Að stelpurnar spila í Pepsi Max-deildinni 2021.
– Hvernig er haustið að leggjast í þig?
Bara vel. Ég reyni að vera alltaf jákvæð, sama hvaða árstíð er.
– Eru hefðir á þínu heimili tengdar haustinu?
Nei. Fór oft í réttir norður í land hér áður og sakna þess í dag.
Benný og Björgvin Magnússon maður hennar.