Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflavíkurnætur haldin í fimmta sinn - stór nöfn koma fram
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 07:39

Keflavíkurnætur haldin í fimmta sinn - stór nöfn koma fram

- sýnt beint frá leik Íslands og Argentínu á risaskjá

Margir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á  bæjar- og tónlistarhátíðinni Keflavíkurnætur í Reykjanesbæ 14.-17. júní. Hátíðin er fimm ára í ár og hefur hún vaxið ár frá ári og orðinn stór viðburður í skemmtanalífi svæðisins.
„Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin mikil og fjölbreytt,“ segir Óli Geir Jónsson sem stendur að hátíðinni.

Í ár koma fram Stuðmenn, SSSól, Sverrir Bergmann, Amabadama, Mammút, Moses Hightower, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Herra Hnetusmjör, Aron Can og fleiri frábærir tónlistarmenn.

„Auk þess bjóðum við upp á allskyns viðburði vítt og dreift um bæinn, til að mynda Streetball körfuboltamót, Bílabíó í skrúðgarðinum og síðast en ekki síðst sýnum við landsleik Íslands á móti Argentínu á 40 fermetra skjá í skrúðgarðinum í Keflavík.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024