Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þriðjudagur 6. nóvember 2001 kl. 09:35

Keflavíkurkirkja biður félagssamtök að velja sér kirkjudag

Með tilkomu hins nýja safnaðarheimilis hefur skapast ágæt aðstaða til félagstarfs í kirkjunni. Sóknarnefndin hefur því ákveðið að gefa sóknarbörnum sínum þar á meðal allskonar félagsamtökum kost á að notfæra sér þá aðstöðu og heimsækja kirkjuna sína um leið. Útbreiðslunefnd kirkjunnar hefur því riðar ýmsum félagsamtökum eftirfarandi bréf:

Formaður kæru félagar

Í hinu nýja félagsheimili okkar hefur skapast ágæt aðstaða til félagstarfs. Okkur langar því að bjóða ykkar félagi að velja sér ákveðin sunnudag sem kirkjudag. Um leið getið þið tekið virkan þátt í guðsþjónustunni með því að velja sálma, lesa ritninguna eða koma með eigin hugmyndir og atriði í
viðkomandi guðsþjónustu. Kirkjan mun auglýsa guðsþjónustuna og hverir ættu viðkomandi kirkjudag og hvetja viðkomandi félaga til þáttöku.

Það væri einnig tilvalið fyrir félagsamtök að halda fundi i safnaðarheimilinu og ræða sín mál að lokinni fuðsþjónustu, en kirkjan býður upp á kaffi i messulok. Það væri gaman ef þið sæuð ykkur fært að þiggja þetta boð og fjölmenna í kirkju á ykkar kirkjudegi.

Við munum innan tíðar hafa samband við ykkur til að heyra undirtektir.
Undirritaðir veita einnig allar nánari upplýsingar.

Virðingarfyllst
Útbreyðslunefnd Keflavikurkirkju, sr. Sigfús Ingvasson sími 421-4345, Gunnar Sveinsson sími 421-5410 og Þórunn Þórisdóttir sími 421-5681.

Bréfið hefur fengið ágætar undirtektir og vonum við að það verði til að efla samband kirkju og safnaðar. Tvö félög hafa á undanförnum árum notfært sér slíkt boð þ.e.a.s. Kvennfélag Keflavikur og Vestfirðingafélagið. Þau félög eða starfshópar innan sóknarinnar sem ekki hafa fengið bréfið en hefðu áhuga á að vera með geta snúið sér til einhvers nefndarmanna eða sóknarprestsins sr. Ólafs Odds Jónssonar og fengið nánari upplýsingar.

Sóknarnefnd Kelavíkurkirkju
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024