Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflavíkurgildið: Eitt sinn skáti ávallt skáti
Mánudagur 16. september 2013 kl. 11:29

Keflavíkurgildið: Eitt sinn skáti ávallt skáti

Skátagildið í Keflavík varð 50 ára í maí síðastliðnum. Skátagildi er starf eldri-fyrrverandi skáta og velunnara skátastarfs. Gildið hefur verið stuðningsaðili við Skátafélagið Heiðabúa og félagar hittast einu sinni í mánuði til að gleðjast saman og ræða ýmis verkefni.

Nú eru tímamót að verða hjá gildinu, yngri skátaforingjar að taka við stjórninni. Miðvikudaginn 18. september næstkomandi verður framhaldsaðalfundur gildisins og einnig 50 ára afmælisfagnaður í skátahúsinu klukkan 20:00. Inntaka nýrra félaga og kosin ný stjórn.

Við viljum hvetja alla fyrrverandi skáta sem vilja taka þátt í gildisstarfinu að koma á fundinn, upplifa gamla góða skátaandann og láta gott af sér leiða fyrir skátastarfið í Keflavík og á Suðurnesjum.

Fyrir hönd Skátagildisins í Keflavík
Eydís B. Eyjólfsdóttir


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024