Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Keflavík orðið eins og önnur fjölskylda mín
  • Keflavík orðið eins og önnur fjölskylda mín
Laugardagur 15. júlí 2017 kl. 06:00

Keflavík orðið eins og önnur fjölskylda mín

„Ég kom hingað til Keflavíkur af því að ég vildi nýjar áskoranir. Ég lít á Keflavík sem eitt af stærstu liðunum á Íslandi. Lið með góða aðstöðu og mikinn metnað. Eftir fyrstu æfinguna með liðinu í nóvember, fann ég að mórallinn var góður innan liðsins, sem skiptir mig miklu máli. Eftir það var ég viss um að ég vildi koma til liðsins. Mér líður mjög vel hér og finnst liðið vera orðið eins og önnur fjölskyldan mín.“

Marko Nikolic er nýr leikmaður meistaraflokks Keflavíkur en hann kom í byrjun keppnistímabilsins. Hann er frá Sebíu og lék með þremur liðum þar í landi áður en hann kom til landsins það eru Radnicki Pirot, Radnicki Nis og Timok Zajecar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Marko kom til Íslands árið 2012 og lék með Huginn á Seyðisfirði fyrstu fimm árin á Íslandi. Hann spilar í stöðu vinstri bakvarðar hjá Keflavík en lék líka vinstri kanntinn hjá Huginn.

Ertu orðin Keflvíkingur? „Nei, en ætli það komi ekki bara með tímanum. Það er erfitt að hrista Seyðfirðinginn úr sér.“  Marko líkaði vel á Seyðisfirði þó að stundum hafi verið erfitt á veturnar þar sem var vegurinn til Egilsstaðar var stundum lokaður. Á Seyðisfirði kynntist hann konu sinni, þau eiga von á sínu fyrsta barni á árinu og eru búin að koma sér vel fyrir í Keflavík.

„Markmið okkar Keflvíkinga er að komast upp í Pepsi-deildina á ný og auðvitað að fá bikarinn í haust. Í hverjum leik höfum við þá stefnu að vinna leikinn. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik og erum klárir í slaginn.“

Marko talar um að uppáhaldsliðið sitt sé Rauða stjarnan frá heimalandinu Serbíu,  uppáhaldsleikmenn eru Dejan Stankovic frá Serbíu og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.

Þessa dagana starfar Marko í Nettó Krossmóa og líkar vel. „Ég starfa við að baka í bakaríinu í Nettó Krossmóa og baka bestu kleinuhringina í bænum,“ sagði Marko að lokum.