Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Keflavík Music Festival í beinni á netinu
Mánudagur 3. júní 2013 kl. 07:06

Keflavík Music Festival í beinni á netinu

Getur horft í símanum eða á spjaldtölvu

Streaming Media.is og LiveEvents.is í samvinnu við Keflavík Music Festival verða með beina tilrauna útsendingu frá völdum tónlistarviðburðum á tónlistarhátíð Keflavík Music Festival sem stendur yfir dagana 5-9 júní nk. í Reykjanesbæ.

Hægt verður að horfa á útsendinguna á heimasíðu LiveEvents.is eða með „appi“ frá Streaming Media
Tæknin sem fyrirtækin notast við gagnast öllum þeim er nota snjallsíma eða spjaldtölvur sem keyrðar eru af Android eða Apple hugbúnaði, útsendingin næst því um heim allan og er eins og áður sagði án endurgjalds.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Streaming Media er nýtt og framsækið tæknifyrirtæki, sem hefur yfir að ráða dreifikerfi fyrir útsendingar um allan heim, fylgist með okkur á streamingmedia.is  og/eða skráið ykkur á póstlistann á heimasíðunni.
Heimasíðan verður komin í loftið á þriðjudaginn nk.

Live Events er nýtt og framsækið tæknifyrirtæki, sem sérhæfir sig í að senda út hverskonar viðburði í beinni útsendingu. Fyrirtækið notar nýja tækni sem hefur verið í þróun í töluverðan tíma, fylgist með  á liveevents.is  og/eða skráið ykkur á póstlistann á heimasíðunni.  (heimasíða verður virk á þriðjudaginn 4.júní)