Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Keflavík Café opnar á Hafnargötu
Keflavík Café er nýtt kaffihús og bakarí í hjarta bæjarins
Föstudagur 27. janúar 2017 kl. 11:32

Keflavík Café opnar á Hafnargötu

-Staðurinn er einnig bakarí og verður opnaður í næstu viku

Íbúar Reykjanesbæjar geta glaðst yfir því að í næstu viku verður opnað nýtt kaffihús og bakarí í hjarta bæjarins. Staðurinn heitir Keflavík Café og er til húsa að Hafnargötu 28, þar sem Kaffi Stefnumót var áður. Eigendur staðarins eru þeir sömu og reka pizzustaðinn Fernando’s við Hafnargötu. Hægt verður að fá bakkelsi, beyglur og vöfflur meðal annars, en kaffið verður frá Te & Kaffi.

Opið verður frá klukkan hálf sjö á hverjum morgni og er hugmyndin að fólk geti komið við og fengið sér góðan kaffibolla á leið í vinnu eða skóla. „Okkur fjölskylduna langaði að opna stað þar sem fólk getur hist og átt notalega stund saman yfir góðu kaffi og með því. Við bjóðum líka upp á heitar samlokur, bjór og vín. Við erum aðflutt og langar að leggja okkur fram við að skapa góða og notalega stemningu í miðbænum fyrir bæjarbúa og ferðamenn með þessum nýja stað,“ segir Francisco Jose Valladares Serrano, einn eigenda Keflavík Café.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir standa til að hafa opið til 20 eða 21 á virkum dögum og til 22 eða 23 um helgar. „Við höfum verið að vinna í breytingum á húsnæðinu að innan upp á síðkastið og stefnum á að opna núna um mánaðarmótin.“