Kaupfélagið gaf HSS 30 milljónir til kaupa á sneiðmyndatæki
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk í dag afar glæsilega gjöf þegar fulltrúar Kaupfélags Suðurnesja, móðurfélags Samkaupa, færðu stofnuninni 30 milljóna króna sjóð til kaupa á tölvusneiðmyndatæki.
Tækið er afar mikilvægt starfi HSS og hafði lengi staðið til að safna fjárframlögum til kaupanna meðal einstaklinga, samtaka og fyrirtækja á svæðinu. Ekki þorðu forsvarsmenn HSS þó að vona að viðtökurnar yrðu þær að einn aðili, sem að vísu hefur verið þekktur fyrir að láta gott af sér leiða í samfélaginu, myndi leggja einn út fyrir tækinu.
Guðjón Stefánsson, framkvæmdstjóri Kaupfélagsins, sagði í ræðu sinni að Heilbrigðisstofnunin væri einn mikilvægasti hornsteinninn í samfélaginu og Kaupfélagið gerði sér grein fyrir því. Hann vonaðist einnig til þess að fjárveitingavaldið sýni starfi HSS þá athygli sem það á skilið og standi við sinn hátt í áframhaldandi uppbyggingu. Það væri krafa íbúa svæðisins.
Tækið, sem mun kosta um 25 milljónir eitt og sér mun valda straumhvörfum í þjónustu HSS. M.a. mun það fækka þeim tilfellum sem skjólstæðingar HSS þurfa að leita inn á Höfuðborgarsvæðið eftir þjónustu. Mikilvægast er þó að með þessu tæki verður hægt að greina sjúklinga fyrr og jafnvel bjarga mannslífum.
VF-Mynd/Þorgils: Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á HSS, (tv) veitir skjali viðtölu úr hendi Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra Kaupfélags Suðurnesja.
Drífa Sigfússdóttir, framkvæmdastjóri HSS, stendur á milli þeirra.
Tækið er afar mikilvægt starfi HSS og hafði lengi staðið til að safna fjárframlögum til kaupanna meðal einstaklinga, samtaka og fyrirtækja á svæðinu. Ekki þorðu forsvarsmenn HSS þó að vona að viðtökurnar yrðu þær að einn aðili, sem að vísu hefur verið þekktur fyrir að láta gott af sér leiða í samfélaginu, myndi leggja einn út fyrir tækinu.
Guðjón Stefánsson, framkvæmdstjóri Kaupfélagsins, sagði í ræðu sinni að Heilbrigðisstofnunin væri einn mikilvægasti hornsteinninn í samfélaginu og Kaupfélagið gerði sér grein fyrir því. Hann vonaðist einnig til þess að fjárveitingavaldið sýni starfi HSS þá athygli sem það á skilið og standi við sinn hátt í áframhaldandi uppbyggingu. Það væri krafa íbúa svæðisins.
Tækið, sem mun kosta um 25 milljónir eitt og sér mun valda straumhvörfum í þjónustu HSS. M.a. mun það fækka þeim tilfellum sem skjólstæðingar HSS þurfa að leita inn á Höfuðborgarsvæðið eftir þjónustu. Mikilvægast er þó að með þessu tæki verður hægt að greina sjúklinga fyrr og jafnvel bjarga mannslífum.
VF-Mynd/Þorgils: Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á HSS, (tv) veitir skjali viðtölu úr hendi Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra Kaupfélags Suðurnesja.
Drífa Sigfússdóttir, framkvæmdastjóri HSS, stendur á milli þeirra.