Kattasýningin mæltist vel fyrir
Alþjóðleg sýning Kattaræktarfélags Íslands fór fram í nýju reiðhöllinni í Grindavík um helgina. Sýningin tókst vel og mættu nokkur hundruð manns að fylgjast með þeim 120 köttum sem skráðir voru til leiks.
Guðbjörg Hermannsdóttir úr Grindavík var aðal driffjöðurin að fá sýninguna hingað og ríkti mikil ánægja með hvernig til tókst, segir á vef Grindavíkurbæjar.