Kátt í höllinni og litadýrð
Formleg dagskrá öskudagsins í Reykjanesbæ.
Mikill fjöldi barna og fullorðinna var saman kominn í Reykjaneshöllinni þegar formleg dagskrá fór þar fram í tilefni öskudagsins. Eins og venja er var kötturinn sleginn úr tunninni og mátti sjá mörg öflug tilþrif þegar krakkarnir létu vaða í tunnuna. Búningar þeirra voru í öllum regnbogans litum og þau nýttu sér hoppukastala, trampólín, andlitsmálun og viðburði. Börnin nýttu svæðið til þess að fá góða útrás með handahlaupum, hoppi og skoppi og líklega veitti ekki af eftir allt sælgætisátið sem fylgir þessum degi.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku myndir.
VF/Olga Björt