Kátir skátar í Leifsstöð
Í gærkvöldi héldu 110 skátar á alheimsmót skáta í Svíþjóð og þar af eru 12 Skátar úr Heiðabúum. Skátarnir setu svip sinn á Leifsstöð í gær en alls fara 260 skátar frá Íslandi á mótið.
Mótið er í nágrenni við Rinkaby og hafa um 46.000 skátar víðsvegar að úr heiminum boðað komu sína á svæðið, bæði sem þátttakendur og starfsmenn.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með íslensku skátunum er fréttasíða hópsins www.facebook.com/icejamboree.