Karlmenn ættu að lesa Dalalíf
Dagný Maggýjar er lesandi vikunnar
Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar verður birtur í Víkurfréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn
Fyrsti lesandi vikunnar er Dagný Maggýjar en hún hefur lesið mikið frá barnsaldri. Dagný er verkefnastýra hjá Heklunni. Dagný sat fyrir svörum hjá starfskonu Bókasafns Reykjanesbæjar.
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Á bryggjunni úr bókaflokknum Rauða serían. Ég hef aldrei lesið neitt úr Rauðu seríunni en ákvað að gefa því tækifæri einn daginn þegar ég fann ekkert bitastætt í bókasafninu.
Hvernig bækur lestu helst?
Fræðibækur, ævisögur, ljóðabækur og krimma!
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing
Hvaða bók ættu allir að lesa?
Dalalíf, sérstaklega karlmenn.
Hvar finnst þér best að lesa?
Alls staðar, nema í bíl
Hver er þín eftirlætisbók?
Það er ekki hægt að velja uppáhalds bók, þær eru svo margar.
Hver er þinn uppáhalds rithöfundur?
Hallgrímur Helgason ber höfuð og herðar yfir alla að mínu mati – og svo er hann líka frændi minn.