Karlakórinn syngur í kvöld
Síðustu tónleikar Karlakórs Kefavíkur verða í kvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20:30. Nk. sunnudag verður kórinn með síðustu tónleika ársins í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur en þeir hefjast kl.17. Söngstjóri kórsins er Vilberg Viggóson og undirleikarar eru Agota Joó á píanó, Ásgeir Gunnarsson og Konráð Fjeldsted á harmonikku og Gunnar Ingi Guðmundsson á bassa. Einsöngvarar á tónleikunum verða Steinn Erlingsson, Guðbjörn Guðbjörnsson og Hjálmar Georgsson.Karlakórinn hélt tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sl. fimmtudag og þriðjudag. Tónleikarnir voru vel sóttir og söngvararnir fóru á kostum. Dagskrá tónleikanna var létt og skemmtileg og Suðurnesjamenn ættu ekki að láta þessa frábæru skemmtun fram hjá sér fara.