Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karlakórinn og poppgoð fylltu Stapa
Miðvikudagur 16. maí 2007 kl. 14:17

Karlakórinn og poppgoð fylltu Stapa

Stórtónleikar fóru fram í Stapa í gær og verða aðrir í kvöld sem Karlakór Keflavíkur tekur saman höndum við nokkur stærstu nöfn íslenskrar tónlistarsögu. Húsfyllir var í Stapa og má búast við öðru eins í kvöld.

 

Auk kórsins komu fram þeir Rúnar Júlíusson, Jóhann Helgason, Magnús Þór Sigmundsson, og Magnús Kjartansson, sem einnig stýrir hljómsveit sem er mönnuð þeim Vilhjálmi Guðjónssyni, Finnboga Kjartanssyni og Erik Quik. Kórstjóri er Guðlaugur Viktorsson.


Á efnisskrá eru nokkrar af þekktustu perlum tónlistarmanna af Suðurnesjum þar sem má nefna Söknuð, Yaketty Yak, Betri Bílar og fleiri.

 

Vf-mynd/Þorgils-Frá æfingu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024