Karlakór Keflavíkur söng fyrir eldri borgara
Karlakór Keflavíkur bauð öllum eldri borgurum á Suðurnesjum til tónleika sem haldnir voru í Duus húsum í gær. Greinilegt var að enginn vildi láta slíkt framhjá sér fara og var húsfyllir.
Vart þarf að taka fram að tónleikarnir heppnuðust mjög vel, en Davíð Ólafsson bassi söng meðal annars einsöng. Áhorfendur voru hæstánægðir með söng þeirra karlakórsmanna og skemmtu sér konunglega.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Húsfyllir var á tónleikunum í gær.