Karlakór Keflavíkur með tónleikaröð
Þegar vorfuglarnir byrja að kvaka, fer karlakór Keflavíkur á kreik. Kórinn sem verður fimmtíuára á þessu ári, þann 1. desember er ennþá ungur í anda og til gamans má geta þess að aldur kórsins er nú í fyrsta sinn sá sami og meðalaldur kórfélaga.Uppskerutími kóra hér er að venju á vorin og nú er Karlakór Keflavíkur á fyrri skipunum, hann mun hefja upp raust sína að þessu sinni í Grindavíkurkirkju, föstudaginn 4 apríl kl 20.30 og síðan á laugardaginn 5. apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl 17.00
Fimmtudaginn 10. apríl kl 20.30 í Bústaðarkirkju Rvík og síðustu skipulögðu tónleikarnir þetta vor verða föstudaginn 11 .apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl 20.30
Á þessu ári verður kórinn eins og áður er getið 50 ára, en hann var stofnaður 1. des 1953
Kórfélagar eru núna 45. Formaður Karlakórs Keflavíkur er Steinn Erlingsson.
Að vanda er efniskrá kórsins fjölbreytt . samanstendur hún af íslenskum og erlendum alþýðulögum.
Stjórnandi er Vilberg Viggósson
Undirleikari á píanó er Ester Ólafsdóttir og þar að auki annast undirleik Ásgeir Gunnarsson á harmonikku, Þórólfur Þórsson og Rebekka B.Björnsdóttir á bassa.
Einsöngvarar Steinn Erlingsson bariton og Haukur Ingimarsson tenor.
Fimmtudaginn 10. apríl kl 20.30 í Bústaðarkirkju Rvík og síðustu skipulögðu tónleikarnir þetta vor verða föstudaginn 11 .apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl 20.30
Á þessu ári verður kórinn eins og áður er getið 50 ára, en hann var stofnaður 1. des 1953
Kórfélagar eru núna 45. Formaður Karlakórs Keflavíkur er Steinn Erlingsson.
Að vanda er efniskrá kórsins fjölbreytt . samanstendur hún af íslenskum og erlendum alþýðulögum.
Stjórnandi er Vilberg Viggósson
Undirleikari á píanó er Ester Ólafsdóttir og þar að auki annast undirleik Ásgeir Gunnarsson á harmonikku, Þórólfur Þórsson og Rebekka B.Björnsdóttir á bassa.
Einsöngvarar Steinn Erlingsson bariton og Haukur Ingimarsson tenor.