Karlakór Keflavíkur með tónleika í kvöld
Karlakór Keflavíkur heldur seinni útgáfutónleika sína í Andrews Theatre í kvöld kl.20. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Á fyrri tónleikunum, sem tókust að mati blaðamanns VF afskaplega vel, var mikil stemming þar sem m.a. Rúnar Júlíusson fékk salinn með sér í að syngja um lífið.
Lagavalið á tónleikunum fær Suðurnesjamenn og konur til að fyllast stolti yfir frábærum listamönnum sem tengjast allir svæðinu. Lögin er úr smiðjum Gunnars Þórðarsonar, Rúnars Júlíussonar, Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Jóhanns Helgasonar og Magnúsar Kjartanssonar.
Magnús Kjartansson er jafnframt hljómsveitarstjóri á tónleikunum en Rúnar, Magnús Þór og Jóhann koma allir fram og syngja sína smelli.
Það er enn tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að tryggja sér miða á tónleikana í kvöld en miðar eru seldir við innganginn í Andrews Theatre.
Guðlaugur Viktorsson stjórnandi Karlakórs Keflavíkur.
Magnús Þór Sigmundsson syngur m.a. Blue Jean Queen á tónleikum kórsins í kvöld eins og á fyrri tónleikunum.
Rúnar Júlíusson ásamt Karlakór Keflavíkur.
Myndir-VF/IngaSæm