Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Karlakór Keflavíkur með tónleika í Grindavíkurkirkju
Mánudagur 2. maí 2011 kl. 10:02

Karlakór Keflavíkur með tónleika í Grindavíkurkirkju

Karlakór Keflavíkur heldur Vortónleika í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 20:30 og ætla fyrirtæki í Grindavík að bjóða bæjarbúum á tónleikana. Fjórir Grindvíkingar eru í kórnum, þeir Ólafur Arnberg Þórðarson, Sigbjörn Jóhannsson, Gísli Jóhann Sigurðsson og Svanþór Eyþórsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Gísla verður efnisskráin fjölbreytt. Má þar nafna margar fallegar Íslandsperlur eins og Lindin tær, Hver á sér fagra Ísland, Suðurnesjamenn, Vor í vaglaskógi, Næturljóð og margt fleira . Undirleikari er Jónas Þórir og einsöngvari er Davíð Ólafsson. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson en hann hefur stjórnað kórnum síðustu 6 ár.