Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Karlakór Keflavíkur í Grindavík á fimmtudag
Sunnudagur 8. maí 2011 kl. 14:26

Karlakór Keflavíkur í Grindavík á fimmtudag

Tvennir tónleikar Karlakórs Keflavíkur eru að baki í Reykjanesbæ í vikunni sem er að líða og næstu tónleikar kórsins verða í Grindavík á fimmtudaginn.


Karlakór Keflavíkur heldur Vortónleika í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 20:30 og ætla fyrirtæki í Grindavík að bjóða bæjarbúum á tónleikana. Fjórir Grindvíkingar eru í kórnum, þeir Ólafur Arnberg Þórðarson, Sigbjörn Jóhannsson, Gísli Jóhann Sigurðsson og Svanþór Eyþórsson.


Að sögn Gísla verður efnisskráin fjölbreytt. Má þar nafna margar fallegar Íslandsperlur eins og Lindin tær, Hver á sér fagra Ísland, Suðurnesjamenn, Vor í vaglaskógi, Næturljóð og margt fleira . Undirleikari er Jónas Þórir og einsöngvari er Davíð Ólafsson.


Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson en hann hefur stjórnað kórnum síðustu 6 ár.


Meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikum kórsins í Ytri Njarðvíkurkirkju sl. fimmtudagskvöld.


VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson



Dubliner
Dubliner