Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Karlakór Keflavíkur heldur sína árlegu jólatónleika
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 13:36

Karlakór Keflavíkur heldur sína árlegu jólatónleika


Karlakór Keflavíkur býður nú upp á sína árlegu jólatónleika. Tónleikarnir sem hafa verið afar vinsælir á undanförnum árum hafa fyrir löngu hlotið varanlegan sess í jólaundirbúningi Suðurnesjamanna.
Tónleikarnir fara fram þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20:30 í Ytri- Njarðvíkurkirkju.

Að þessu sinni verður Grundartangakórinn frá Akranesi gestur kórsins. Hugljúf jólastemning með tveimur kröftugum kórum og einsöngvurum úr báðum kórum.

Kóranir munu endurtaka tónleikana í Vinaminni á Akranesi föstudaginn 2. desember n.k. Nánar auglýst síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karlakór Keflavíkur.